Reynslusögur foreldrar

"Það sem mér fannst best var að heyra af nýjum leiðum og nýrri nálgum í uppeldi, eins og t.d. hjartanærandi uppeldi. Við erum svo föst í vananum og oft áttar maður sig ekki á "villunum" sem maður gerir í uppeldinu en á námskeiðinu fær maður góða speglun á hvað betur má gera og fær hugmyndir að nýrri nálgun í uppeldi. Eins fannst mér fræðslan um vítamínin og bætiefnin gagnast okkur vel. Það sem mér fannst einnig gott var að skoða sjálfa mig og mín markmið og drauma í lífinu og þannig get ég betur verið til staðar fyrir son minn og leiðbeint honum í átt að sínum markmiðum og draumum. Takk fyrir mig".

 
"Ég fékk margt og mikið til að hugsa um og takast á við. Maður hreinlega vaknaði til lífsins. Ég hafði ekki gert mér neinar væntingar til námskeiðsins en ég fékk mjög mikið úr úr því. Það hefði jafnvel mátt vera lengra. Námskeiðið hjálpaði mér líka að setja fókusinn á sjálfa mig. Takk fyrir að vera til og að fá að vera þeirra gæfu aðnjótandi að fá að kynnast þér. Takk fyrir frábært námskeið".
 
"Ég lærði nýjar og góðar hugmyndir um bættari leiðir í samskiptum við strákinn minn. Námskeiðið var líka í leiðinni uppgötvun fyrir sjálfa mig um hvað ég þarf að setja fókusinn á í mínu lífi".
 
"Námskeiðið gaf mér nýja sýn á barnið mitt og hvernig ég get hvatt það áfram. Ég vissi lítið hvað ég var að fara út í en er mjög sátt í dag".

Skráðu þig á póstlista íFókus