Að ná því besta fram með ADHD

ADHD getur verið þér fyrirstaða ef þú veist ekki hvernig þú virkar!

Námskeiðið er ætlað fólki á aldrinum 18 ára og eldri. Námskeiðið byggist á hópavinnu.

Við munum fræðast um hvernig ADHD hefur á líf okkar, lærum hvernig við getum náð stjórn á lífi okkar og hvernig við getum byggt upp sjálfsmyndina. Við tökum skref í þessa átt á námskeiðinu.

Árangur næst með því að vinna með sjálfan sig milli funda með opnum huga og vera tilbúin(n) til að deila reynslu sinni.

Þetta hefur hefur fólk sagt um námskeiðin:

"Námskeiðið hefur hjálpað mér að átta mig á svo mörgu varðandi sjálfa mig, og hvað virkar fyrir mig. Einnig létt mér lífið á margan hátt"."Ég hef fengið tæki til að vinna með. Ég er í lagi og hef eitthvað í dag til að stefna að".

Námskeiðin eru um þessar mundir haldin hjá Hringsjá starfsendurhæfingu sjá hér: http://hringsja.is/pages/namskeid.aspx

 

Skráðu þig á póstlista íFókus