Námskeið

Ýmis námskeið hafa verið í boði hjá Í Fókus.

Náðu því besta fram með ADHD
Á námskeiðinu er farið yfir helstu einkenni ADHD og hvaða leiðir er hægt að fara til að skerpa fókusinn. Námskeiðið hefur verið í gangi frá árinu 2007. Námskeiðið hefur verið haldið fyrir Hringsjá, Birtu starfsendurhæfingu, Starfsendurhæfingu Suðurlands og ADHD samtökin.

ÚFF – Úr frestun í framkvæmd
Á námskeiðinu er farið yfir einkenni frestunaráráttu, afleiðingar, og leiðir til að bæta framkvæmdina. Markmið námskeiðsins er að einstaklingar sem sækja námskeiðið nái að bæta úr framkvæmd í lífi og starfi. Námskeiðið er búið að vera í gangi síðan árið 2011 og er kennt um þessar mundir í Hringsjá og Birtu starfsendurhæfingu. Námskeiðið hefur fengið góðar undirtektir og er eitt af vinsælustu námskeiðum Í Fókus.

Námskeið fyrir ráðgjafa og fagfólk
Í Fókus hefur verið með námskeið fyrir fagfólk til að kenna hvernig hægt er að ná því besta fram með ADHD skjólstæðinga. Námskeiðið hefur meðal annars verið haldið fyrir Starfsendurhæfingu Austurlands, Janus starfsendurhæfingu og Árborg.

Námskeið fyrir foreldra
Námskeiðið er byggt á sama efni og námskeiðið „Náðu því besta fram með ADHD“.

Skráðu þig á póstlista íFókus