Reynslusögur úr markþjálfun

"takk fyrir fyrir samveruna þetta namskeið er buið að skíra margt og opna fullt af gluggum fyrir mér"

"Ég átti mér draum að byrja með fyrirtæki en ég missti alltaf trúna á það að ég gæti það. Ég talaði neikvætt til mín en í markþjálfun hjá Sigríði áttaði ég mig á því hvað það var sem olli því að ég náði ekki að lifa drauma mína. Núna eru draumar mínir að rætast".

"Ég vildi bara þakka þér innilega fyrir namskeiðið þaðp er búið að hjálpa mer svaka mikið,ég er búin að setja sjálfa mig í 1. sæti og kærastann og fjölsdkylduna i 2. og er allt að blómstra í lífi mínu"

„Tíminn í dag var yndislegur. Það hefur verið mín gæfa að fá tækifæri til að vinna með þér, því áður var ég svo gjörsamlega týnd og vissi ekkert hvað ég gæti gert, þrátt fyrir að hafa verið í sálfræðimeðferð, farið á allskonar námskeið o.fl".
"Ég las mér til um ADHD og skildi margt en gat ekki nýtt mér það. Á bara nokkrum vikum hefur þú hjálpað mér að skilja sjálfa mig svo miklu betur semég hélt að væri ekki hægt og trúi vart enn. Þú setur allt svo auðveldlega upp og setur upp hluti sem mér hafa fundist svo erfiðir á auðveldan hátt. Hjálpar mér og skýrir svo vel hvernig hugur minn vinnur, eitthvað sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir. Fékkst mig til að skilja hvar ég ætti að byrja mína sjálfsvinnu. Þú ert fljót að sjá einfaldar lausnir og litla hluti sem fá mig til að hoppa af gleði og ég get skilið og hugsa vá er þetta virkilega hægt. Ég er núna loks að skilja að ég get gert svo margt til að ná áttum og öðlast gleði og hamingju í líf mitt svo væri ekki hefðir þú ekki komið til".

"Ég upplifi þá tilfinningu að fangelsisdyr séu að opnast og ég verði frjáls. Ég er svo óendanlega þakklát og get ekki lýst með orðum hversu frábæra vinnu þú ert að leggja af mörkum sem gefur fóki tækifæri til að öðlast nýtt líf og nýja sýn. Þú ert guðs gjöf þeim sem eru með ADHD og þurfa hjálp. Ég held að ég gæti talið endalaust upp hvernig þú hjálpar. Ég veit bara að fyrir mig varstu himnasending og ég get vart beðið eftir næsta tíma og þetta er svo gaman líka. Þú ert einstök og yndisleg. Heimurinn væri fátækur án þín, takk fyrir að vera til."

„Að mér er að áskotnast líðan sem var mjög fjarlæg og jafnvel óhugsandi fyrir ekki löngu síðan". það sem ég óskaði mér í draumaveröldinni er að verða að veruleika. Ég er virkilega að vinna í mínum málum, sem gefur mér tækifæri til að læra á vanmátt minn, styrkleika, hegðunar- og samskiptamunstur með markvissum hætti".

"Þetta skólaár verður að mörgu leyti öðruvísi og betra heldur en flest önnur skólaár sem ég hef upplifað hingað til.Það er allt að breytast í lífinu mínu. Í þetta skipti fæ ég svo mikinn stuðning við bakið á mér að það á ekki að vera hægt að stíga feilspor og klúðra öllu í þetta skiptið. Líf mitt er að breytast til hins betra, Guð einn veit hvar þetta endar allt saman. Endirinn ætti þó alltaf að verða góður, annað væri óraunverulegt og þá líka einnig óásættanlegt í kjölfarið af því. Ég held svei mér þá að ég sé að komast á það stig sem mig hefur alltaf dreymt um að komast á miðað við hvað mér miðar vel áfram núna og hvað ég tek miklum og hröðum framförum er frábært""Ég átti mér draum að byrja með fyrirtæki en ég missti alltaf trúna á það að ég gæti það. Ég talaði neikvætt til mín en í markþjálfun hjá Sigríði áttaði ég mig á því hvað það var sem olli því að ég náði ekki að lifa drauma mína. Núna eru draumar mínir að rætast".;

Skráðu þig á póstlista íFókus