Ertu tilbúin í markþjálfun?

Ég er tilbúin að leggja hart að mér til að ná þeim árangri sem ég ætla mér í markþjálfuninni.

Ég er reiðubúin/n til að hætta eða breyta sjálfseyðandi hegðun.

Ég er tilbúin/n að breyta venjum mínum og gefa markþjálfa mínum tækifæri.  Ég skil að ef ég ætla að ná árangri í markþjálfun þarf ég að horfa á hlutina í nýju ljósi og læra og prófa nýja hluti og nýjar venjur.

Ég myn vera opin/n og heiðarleg/legur við markþjálfan minn. Ef ég næ ekki það út úr markþjálfuninni sem ég vænti, mun ég ræða opinskátt við markþjálfann minn strax. Ég myn framkvæma það sem ég ákveð eftir hvern markþjálfunartíma. Ef eitthvað reynist mér erfitt mun ég ræða það við markþjálfann minn og við finnum sameiginlega leið til að vinna með það.

Ég get tekið við heiðarlegu áliti.

Til að ná markmiðum mínum þarf ég að gefa þeim tíma til að nást. Róm var ekki byggð á einum degi, og er ég tilbúin að leggja allan þann tíma sem þarf til að ná markmiðum mínum.

Ég hef allan þann tíma sem þarf bæði fyrir samtalsímana okkar og þá vinnu sem ég þarf að leggja til á milli samtalstímanna. Markþjálfinn minn getur treyst því að ég mæsti á réttum tíma. Ef þetta er mikil áskorun fyrir mig mun ég vinna með markþjálfanum mínum í því að setja upp skipulag og finna leiðir til að ég geti staðið við skuldbindingar mínar.

Ég sé markþjálfun sem fjárfestingu í lífi mínu. Ég forgangsraða fjármálum mínum þannig að ég hef sett mér þann umsamda tíma sem við vinnum saman.

Ef þú svarar öllum staðhæfingum játandi þá ertu tilbúin í markþjálfun.

Ef þér finnst þú ekki geta staðið undir e-h af þessum skuldbindingum ræddu þá það við markþjálfann áður en þú tekur ákvörðun. Þetta gætu verið áskoranir sem þú getur unnið með í markþjálfun.

Pantaðu markþjálfun með því að hafa samband við Sigríði: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

 

Skráðu þig á póstlista íFókus