Viðtal við tölvufíkil!

Netfíkn er algeng á Íslandi. Hún getur haft gríðarlegar afleiðingar fyrir þá sem  glíma við hana. Lítið er þekkt hvernig hægt er að takast á við  vandann en börnum með ADHD hættir til að ánetjast tölvufíkn.

Sífellt fleiri einangra sig og snúa baki við raunveruleikann. Þeir loka á fjölskyldu og vini og jafnvel missa vinnu sína vegna ofnotkunar á tölvum

Kevin Roberts er ADHD markþjálfi og fyrrum tölvufíkill er greindur með ADHD.. Hefur hann skrifað bók sem ber heitið Cyber Junkies en þar gefur Kevin tölvufíklum, vinum þeirra og vandamönnum  leiðbeiningar til bata úr fíkninni.

Í Fókus ræddi við Kevin um tölvufíkn hans og þá hans til að komast til bata úr fíknini.

Hvernig voru æskuár þín?

Þegar ég var lítill elskaði ég allt sem við kom hernaði og átti mikið safn af tindátum. Ég lék mér mikið með tindátana og man ennþá eftir því hvað það var erfitt að þurfa að hætta þegar ég varð unglingur. Ég ólst upp við alkahólisma. Drykkja stjúpföður míns einskorðaðist við kjallarann heima.Hann átti það til að beita systkyni mín líkamlegu ofbeldi. Ég lokaði á minningarnar til að þurfa ekki að muna þær. Ég tók ákvörðun um að  verða „góði strákurinn“, andstæðan við stjúpföður minn. Ég brosti fram í heiminn en innávið var ég mjög kvíðinn.  

Hvernig þróaðist netfíknin?

Á háskólaárunum mínum uppgötvaði ég tölvuleikinn Civilization. Á margann hátt var það líkt og að leika með tindáta en þó mun raunverulegra og meira grípandi. Fljótlega varð ég háður leiknum og eyddi um 10 – 12 tímum á dag í leiknum. Námið mitt varð í öðru sæti. Næstu árin bættust við fleiri leikir sem ég varð háður. 

Hvernig hafði netfíknin áhrif á þig og aðra í kringum þig?

Ég eyddi um 14.000 klukkutímum í tölvuleiki næstu árin. Það gaf auga leið að draumar mínir svo sem að verða grínisti, rithöfundur og tónlistarmaður urðu að engu. Að eyða öllum þessum tíma einn fyrir framan tölvuskjáinn takmarkaði því tengsl  mín við hinn raunverulega heim. Ég valdi oft leiki, tölvuna og internetið framyfir  aðra. Fíknin varð að hindrun í því að ég gæt tengdist öðrum.

Hvernig náðir þú botninum?

Ég fór að finna fyrir skömm yfir að hafa ekki gert neitt með líf mitt. Skömmin varð svo mikil að ég hætti að geta einbeitt mér. Rödd innra með mér öskraði “Það er nóg komið”. Og vinur minn sagði oft við mig að hann myndi meta það að sjá mig láta drauma mína verða að veruleika.

Segðu okkur frá batanum frá tölvufíkninni. Hvað gerðir þú?

Ég byrjaði sjálfur að takast á við tölvufíknina en innan fárra vikna var ég kominn aftur á fullt í tölvuna. Ég fékk engann stuðning og taldi mig ekki þurfa þess. Ég komst að því að ég hafði verið að nota leikina til að forðast kvíðann. Ég þurfti því að byrja á að takast á við kvíðann. Það gerði ég með því að taka þátt í stuðningshópi, tala við vini um kvíðann, hugleiða og að halda dagbók.

Hvernig heldur þú þér frá tölvufíkninni í dag?

Til þess þarf ég að vera í sambandi við alvöru fólk! Ég minni mig á hverjum degi á markmið mín og drauma. Það er svo mikið sem mig langar til að gera með líf mitt, og ef ég týni mér í tölvuheiminum verða draumar mínir ekki að veruleika. Ég býst við að ég sé nógu  gamall til að gera mér grein fyrir því að lífið er allt of stutt til að eyða því í tölvu heiminum.

Áttu til ráð til foreldra barna sem eru að þróa með sér tölfufíkn?

Það er mikilvægt að ræða við börnin ykkar frá unga aldri um hættuna sem að netheimurinn getur valdið. Ég held að það sé mikilvægt að kenna börnum að nota netið á ábyrgann hátt. Þegar einstaklingur ofnotar tölvur eða tölvuleiki gefur það oft til kynna stærra vandamál eins og t.d kvíða, ADHD, námserfiðleika, svefnerfiðleika, Asgergers Syndrome, Bi-polar o.fl.Netfíkn er oft toppurinn á ísjakanum, sem bendir á að undirniðri þurfi að vinna með einstaklinginn inná við. Farðu varlega í það að gera of lítið úr vandanum. Þú gætir þurft að senda barnið til sálfræðings eða læknis til  að meta ástandið. Vertu meðvitaður um að tölvufíkn og símanotkun getur valdið því að barnið þitt sefur of lítið.

Kevin hefur gefið út bókina Cyber Junkie og má panta hana hér.

Viðtalið tók Sigríður Jónsdóttir

 

Skráðu þig á póstlista íFókus