Brotin

Eftirfarandi skrifaði ég fyrir ca 5 árum:

Það er staðreynd að einstaklingar með ADHD eru undantekningalaust snillingar. Ég hef verið svo lánsöm að hafa fengið að kynnast mörgum þeirra. Því miður eru allt of margir þessara snillinga ómeðvitaðir um snilli sína. Þetta er sorgleg staðreynd. Við getum gengt veigamiklu hlutverki í lífi einstaklingsins með ADHD og vil ég hvetja hvert og eitt okkar til að skoða hvað við getum gert til að vel megi takast.

Hlutverk okkar í byggingu sjálfsmyndar einstaklingsins með ADHDÞað er vel þekkt að sjálfsmynd einstaklinga með ADHD er mjög oft brotin. Sjálfsmynd er sú mynd sem við höfum af okkur sjálfum. Eftirfarndi sögu skrifaði ég í byrjun þessa árs. Tel ég hana gefa greinagóða mynd að því hvernig sjálfsmynd okkar getur þróast.

 

Hrefna að dansaDansarinn
Einu sinni var nýfætt, fullkomið stúlkubarn.

 1 árs

Henni fannst gaman að rannsaka umhverfið. Henni fannst gaman að rannsaka sjálfa sig og prufa og uppgötva nýja hluti. Hún fékk ótal tækifæri til könnunar og hún var alltaf glöð og ánægð. Hún hafði uppgötvað dansinn. Ósjálfrátt þegar hún heyrði tónlist fór hún að dilla sér. Hún naut þess svo mikið að dansa að hún notaði allan líkamann til þess að upplifa tónlistina.

 3 ára

Hún var glöð, hamingjusöm og ánægð með sjálfa sig. Lífið hafði upp á margt að bjóða. En þó valdi hún oftar að dansa. Hún naut þess að klæða sig í danskjólinn sinn og spariskóna og loka hurðinni á herbergi sínu til að geta verið ein með sjálfri sér að dansa.

 5 ára

Sagði fólk að hún væri alveg ótrúleg þessi stelpa. Hún hefði svo mikla tilfinningu fyrir líkama sínum og með ótrúlegri næmni náði hún að láta líkamann dansa í takt við tónlistina. Það var ekkert sem komst að henni, ekkert sem gat truflað hana, henni fannst hún vera fullkomin. Foreldrar hennar voru stoltir af henni.

 6 ára

Þá var hún byrjuð í skóla. Hún elskaði að hreyfa sig og tók stundum uppá því að standa upp frá miðju skólavekefni til að snúa sér í hring, jafnvel oftar en einu sinni. Hún var dreymin á svip og hugsaði „ég er dansari". Skyndilega datt hún út úr draumi sínum, kennarinn var að sussa á hana. Hún fékk sting í hjartað. Hún fann fyrir skömm.

Kata vinkona

Vinkona hennar var fyrirmynd allra. Hún var uppskriftin að hinum fullkomna einstæklingi. Hún var best í öllu og þurfti ekkert að hafa fyrir náminu. Hún fékk aldrei skammir fyriri lélega frammistöðu og það gaf auga leið að allir áttu að vera eins og hún.

Samanburður

Það var erfitt að standast samanburðinn. Mögulega gat hún ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hennar, því þó hún vissi að hún ætti að geta gert betur, fann hún að þrátt fyrir góðan vilja myndi hún aldrei verða fær um að ná þessum árangri. Vilji og athygli virtust ekki starfa saman. Hún var farin að finna fyriri kvíða og sjálfsmynd hennar var á niðurleið.

Loksins var gaman í skólanum
Hún byrjaði í dansi í skólanum. Loksins fannst henni þess virði að vera í skólanum.

Draumar

Hún sat yfir námsbók, horfði dreymin út um gluggann. Hana dreymdi um framtíðina. Hún stóð uppi á sviði í Borgarleikhúsinu ásamt Íslenska dansflokknum. Þau voru að ljúka danssýningu við mikinn fögnuð áhorfenda. Hún hrökk við. Skólabjallan var að hringja. „Ó nei hugsaði hún" ég á eftir að klára verkefnið mitt".

Ástríða

Dans var aðeins kenndur einu sinni í viku. Hún naut hverrar mínútu. Danskennarinn reiddist henni þegar hún bætti nokkrum danssporum við dansinn sem hann var að reyna að kenna þeim. „Þú gerir ekki það sem ætlast er til af þér" sagði hann. Hún hrökk í kút. Hvað er að mér? Af hverju er ég alltaf að bregðast öllum? Ég er ekki nógu góð, hugsaði hún.

Foreldrafundur

„Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt, við munum tala við hana" sögðu foreldrar hennar í foreldraviðtalinu við kennarann. „Við erum tilbúin að gera allt til að skólastarfið geti gengið sem best. Hún mun ekki trufla aftur", sögðu þau.

Áhugalaus
Hún var utan við sig í dansi. Hún hélt ekki athygli við danssporin. Ég er hlýðin og góð í danstímum. Sem betur fer er kennarinn hættur að skamma mig en afhverju finnst mér leiðinlegt í dansi núna, hugsaði hún.

Öðruvísi

Hún var að greinast með athyglisbrest. Hún er „öðruvísi". Hún stóð ekki undir væntingum, úr því þarf að bæta. Sagt er að það þurfi að „laga" hana.

Stuðningur

Hún byrjaði í stuðningskennslu. Henni fer fram og einkunnirnar hækka um 1, 2 eða 3.

Væntingar

Hún þurfti mikla hjálp til að standast væntingar. Til að standa 100% undir væntingum varð hún að ná 10. Hún náði „bara" 5. Hún stóð ekki undir væntingum, hún er ekki heil, hún er brotin og þarfnast lagfæringar.

Uppgjöf

Hún verður aldrei dansari því hún mun aldrei fara í menntaskóla. Hún sætti sig við það.

Lífsleikni

Leiðin lá út í lífið sjálft. Henni farnaðist best ef hún brosti og var góð. Þó var hún aldrei nógu ánægð. Hún hafði ekki lengur tölu á hvar eða hvað hún hafði starfað við.

Stenst ekki væntingar

Yfirmaður hennar vildi eiga við hana orð. Það fer líklegast að líða að því að hann láti hana fara. Hún reynir alltaf að brosa til hans og jafnvel segja eithvað sniðugt. Hún hlýtur að kaupa sér frest með því., hugsaði hún.Henni fannst hún þurfa að vera opin fyrir nýjum verkefnum. Hún var alltaf á hlaupum, byrjaði á nýju verkefni, hoppaði svo yfir í annað verkefni. Það var stór búnki á borðinu hennar. Hún ætlaði að klára hann á morgun. Svo næsta dag þegar hún byrjaði á honum datt henni í hug að fara inná netið, bara svona aðeins til að kíkja. Og fyrr en varði var hún búin að eyða of löngum tíma inná netinu. Þetta gerðist of oft.

Lasin

Hún var orðin "lasin". Alltaf kvíðin og átti erfitt með að mæta í vinnuna á morgnana. Heimilislæknirinn sagði að hún væri með alvarleg þunglyndis einkenni. Hún fékk frí frá vinnu í mánuð til að tjastla sér saman.

Þunglynd

Heimilislæknirinn mælti með því að hún færi á sjálfsstyrkingarnámskeið. Á blöðunum sem hún fékk á námskeiðinu voru fjölmargar spurningar. Ein af þeim hljóðaði svona: Nefndu þrjá styrkleika sem þú hefur. Hún rétti upp hönd og spurði leiðbeinandann : „Hvernig veit ég hvaða styrkleika ég hef?" Eftir smá umhugsun skrifaði hún: "Ég er góð, vandvirk og traust".

 

Þessi litla gallalausa stelpa var á góðri leið áður en hún byrjaði í skóla. Hún hefði þurft góðan mannþekkjara sem hefði komið auga á styrkleika hennar og hvatt hana áfram. Því með eflingu áhugasviða okkar og styrkleika eru okkur allir vegir færir.
Ég vil hvetja þig til sjálfsskoðunar, í hvaða hlutverki sem þú ert þú gagnvart einstaklinginum með ADHD? Ertu foreldri/skyldmenni sem fylgir hugmyndum heimsins um hvernig við getum náð árangri?Ert þú kennarinn sem hefur það að markmiði að komast yfir námsefnið „á réttann hátt" og hefur því ekki rými fyrir sköpunarmátt nemandans? Ertu einn af þeim meiri hluta sem trúir því að það er aðeins til eitt form sem allir eiga að passa í? Það er aldrei of seint að breyta, þú skiptir máli í lífi einstaklingsins með ADHD. Ég fór á fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík nýlega. Ungur maður með Asperger talaði um sína reynslu af því að brjóta sig út úr einhverfurófinu og brúa bilið á milli tilbúins hugarheims og hins raunverulega heims. Magnaður fyrirlestur. Í lokin var hann spurður hvað það þýði að vera "normal". Hann hugsaði sig um og svaraði síðan „Það að vera normal er að viðurkenna hversu einstakur þú ert. Það er óeðlilegt að vera eins og aðrir".

Skráðu þig á póstlista íFókus