Það verður ekkert úr þér!

halliMig langar til að deila með ykkur ljósmyndabloggi sem að eiginmaður minn setti inná flickr í janúar 2007. Segir hann reynslu sína af skólagöngu sinni fyrir mörgum árum síðan. Vil ég taka það fram að þetta blogg er ekki ádeila á skólann sem umræðir í blogginu en finnst mér mikilvægt að við séum meðvituð um hve auðvelt er fyrir einstaklinga sem falla ekki"rétta formið í skólakerfinu" að upplifa sig brotin. Hér er hans frásögn:

Þarna er ég fyrir utan gamla skólan minn þarna eiddi ég erfiðustu árum lífs míns. Það eru þrír gluggar sem liggja til vinstri frá höfðinu mínu, það er gamla skólastofan mín, þar inni lærði ég ekki neitt! Ég kom inn á morgnana og skreið inn í skáp, þar hélt ég áfram að sofa kennarinn hunsaði þessa hegðun því að á meðan ég var í skápnum þá var friður til að kenna hinum börnunum,

Ég var eilíft til vandræða, ég gat ekki setið kyrr, ég gat ekki einbeit mér, ég gat ekki þolað þennan stað.

Á hverju hausti var ég fullur af góðum ásetningi um að bæta mig og takast á við hegðun mína.

Ég gekk til sálfræðings sem gat ekkert hjálpað mér, hún spurði mig bara spurninga eins og hversvegna ert þú að trufla í bekknum? "kom on" ég var 8 ára það var hún sem átti að vita það, hún hefur örugglega fundið fyrir vanmætti sínum með mig og börn eins og mig því að hún hélt áfram að menta sig, og er í dag einn fremsti sérfæðingur landsins á þessu sviði.

Vanlíðan mín á þessum árum var slík að ég var með mjög þunglyndislegar hugsanir aðeins 8-9 ára gamall ég var kominn með þá trú að mér tækist aldrei neitt.

Það var sagt við mann að ef að maður ekki lærði þá yrði ekkert úr manni maður yrði bara öskukall eða bæarstarfsmaður, kanski strætóbílstjóri!

Enn ég gat lært það var einginn eins fróður um bíla eða tæknileg mál og ég,
ég var mjög opin fyrir öllu umhverfi mínu ég var mjög fróður um heima og geima ég t,d, rústaði afa mínum í Trivial Pursude aðeins 11 ára gamall og hann var Hæðstaréttar dómari!

Málið var að ég passaði bara ekki inn í stansa fjöldaframleiðslunar sem sagði mér að sitja kyrr og hlusta!

Það var þó eitt ljós í myrkri og það var sérkennarin minn hann var/er maður á undan sinni samtíð hann beitti aðferðum sem þættu fínar í dag en þóttu jafnvel tortryggilegar þá.

Hann blandaði saman námi og leik hann afmarkaði lestrar umhverfið og notaði umbunarkerfi.

Ég fullyrði að alt sem ég lærði í þessum skóla lærði ég hjá þessum manni.

Þessi tími skyldi eftir sig mjög djúp sár á sálina sem ég hef síðan verið að takast á við, það hefur gengið misjafnlega en eftir að Nonni fékk ADHD greiningu þá hafa hlutirnir farið að rúlla hjá mér.
Ég fór líka í greiningu og fékk þá loksins almennilegar skýringar á því hvað hefur verið að (hrjá) mig öll þessi ár

Ég hef síðan lært að þó svo að sum þessara einkenna hafi verið mér til trafala í lífinu þá hefur þetta líka verið partur af minni persónu og á margan hátt gefið mér það forskot sem ég hef haft á vissum sviðum.

Ég hef líka lært að það að verða eitthvað er ekki atvinnutengt, og að lífið er skemtilegt.

---

Ég man eftir því hvað mér fannst sárt að lesa þessa frásögn. Og ég skildi betur afhverju eiginmaður minn var kvíðinn og leið ílla þegar við fórum á fundi í skólanum hjá börnum okkar. Það var vegna upplifunar hans á skólanum. Sjálfsmyndin er svo viðkvæm og auðvelt að brjóta hana niður. Í dag er hann í góðum fókus í lífi og starfi - þrátt fyrir erfiða skólagöngu. Hann starfaði lengst framanaf sem strætóbílstjóri. Stærsta breytingin í hans lífi var þegar hann fór að láta drauma sína rætast sem tengdust hæfileikum hans og styrkleikum og hefur alveg breytt um starfsvettvang í dag.

Skráðu þig á póstlista íFókus