Rannsókn ADHD og mataræði

MöndlumjólkÁrið 2010 fjallaði Science Daily um niðurstöður rannsóknar sem benda til þess að tengsl séu á milli vestræns mataræðis og ADHD. Rannsóknin var gerð af Perth´s Telethon institute for Child health Research. Prófessor Wendy H. Oddy stýrir rannsóknum sem tengjast næringu hjá stofnuninni. Niðurstöður rannskóknarinnar hafa verið birtar í Journal of Attention Disorders.

 

Rannsóknin var gerð á 1800 unglingum og var mataræði þeirra rannsakað og flokkað niður í heilsusamlegt eða vestrænt mataræði. Unglingar sem tilheyrðu vestrænni matarmenningu voru tvöfalt líklegri til þess að greinast með ADHD. Vestræn matarmenning samanstendur af skyndibita, unninni matvöru - steikur og hreinsaður matur-, rauðu kjöti, feitri mjólkurvöru, unnum sykri, sodium, litar-, bragð- og aukaefnum.

Ég sendi Wendy seint í gærkvöldi tölvupóst til að spyrja hana hvaða mataræði er þá ráðlagt og telst til heilsusamlegs mataræðis.

Svarið beið mín í pósthólfinu snemma í morgunn en þetta hafði hún að segja:

Kæra Sigríður.

Við staðhæfum í skýrslu okkar að mataræði ríkt af ferskum ávöxtum, grænmeti, fiski ríkum af omega fitusýrum, fólinsýru og korni sé heilnæmt mataræði. Við viljum meina að fitusýrur skorti í vestrænt mataræði en þær eru mikilvægar fyrir geðheilsuna og heilastarfsemina. Við teljum líka að vestrænt mataræði skorti nægilega mikið af snefilefnum sem eru mikilvæg fyrir heilastarfsemina sem tengist athygli og einbeitningu. Vestrænt mataræði gæti innihaldið meira af litarefnum, bragðefnum og aukaefnum sem hafa verið tengd við aukin ADHD einkenni. Einnig geti verið að hvatvísir einstaklingar velji frekar að fá sér skyndibita en oft er hann snauður af næringarefnum en hvatvísi er eitt af einkennum ADHD.

Vona að þetta hjálpi

Wendy Oddy

 

Já þetta hjálpar - ekki spurning. Ég er sjálf á því að ADHD sé samansafn af einkennum sem hægt er að vinna með oftar en ekki án lyfja. Margar,margar leiðir er hægt að fara til að vinna með fókus einkenni og hefur mér þótt miður hvað ADHD lausnir eru oftar en ekki tengdar við lyf. Ég er sjálf lifandi dæmi um að mataræðið skiptir miklu máli fyrir athygli og einbeitningu og hef upplifað miklar breytingar á lífi mín eftir að ég tók mataræðið í gegn. Hef líka séð það á börnum mínum sem hafa upplifað að ADHD einkenni dvína þegar mataræðið er í lagi.

 

Sigríður Jónsdóttir, fókusmarkþjálfi og ráðgjafi

Skráðu þig á póstlista íFókus